+354 858 6301

Mosfellsbær

©2019 by Podium ehf.

Podium ehf. veitir stjórnendaráðgjöf sem miðar að því að styrkja stjórnendur fyrirtækja í mótun stefnu og innleiðingu hennar með sérstakri áherslu á sjálfbærni, markaðs- og samskiptamál. Áratugareynsla Podium og samstarfsaðila leggur áherslu á faglega ráðgjöf og úrlausnir í stefnumótun og innleiðingu með aðferðum breytingastjórnunar.

 

RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA

Screenshot 2019-08-14 at 15.25.02.png

Stjórnendaráðgjöf Podium felur í sér aðstoð við greiningu á fyrirtækinu og mótun nýrrar stefnu með starfsmönnum þess. Á vinnustofum er farið yfir hlutverk og stefnu ásamt framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins.
Notast er við faglega aðferðafræði sem við höfum tileinkað okkur í störfum fyrir fyrirtæki stór og smá. Í kjölfar nýrrar stefnu skapast tækifæri á hagræðingu.

Screenshot 2019-09-06 at 15.52.36.png

SJÁLFBÆRNI

Podium tekur að sér að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun í sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Notaðir eru alþjóðlegir staðlar og viðmið, svo sem eins og GRI og Global Compact. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að fræða einstaklinga og fyrirtæki um áherslur í samfélagsábyrgð.

Screenshot 2019-08-14 at 15.21.00.png

Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir ýmsum valmöguleikum þegar þau eru að byggja upp ímynd sína. Ímynd er mikilvægasta eign fyrirtækja og stofnana og getur hæglega laskast vegna ytri aðstæðna. Podium veitir ráðgjöf við að móta samskiptastefnuna með því að tvinna saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatengslum og samfélagslegri ábyrgð.

 

VIÐSKIPTAVINIR OKKAR

 

HVAÐ SEGJA VIÐSKIPTAVINIR UM OKKUR?

 

Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Midgard Adventure.

,,Midgard Adventure naut aðstoðar Podium við sameiginlegt ímyndarverkefni nokkurra aðila sumarið 2014. Eva setti upp vel skilgreinda samskiptaáætlun sem auðvelt var að fylgja eftir og skilaði góðri samantekt að verkefninu loknu. Verkefnið skilaði fyrirtækinu margfalt meiri sýnileika en við áttum von á. Þegar ég kynni mig fyrir fólki þá er ekki  óalgengt að fólk segi “já ég las viðtalið við þig og/eða “ég  hlustaði á viðtalið við þig” og/eða “ég sá þig í sjónvarpinu”. Ekki amalegt það. Ég veit  að ég á eftir að nýta mér þjónustu Podium aftur.

HAFA SAMBAND

 
 
heimsmarkmið.png