TEYMIÐ

IMG_2038_edited_edited_edited.jpg

EVA MAGNÚSDÓTTIR

Stofnandi og framkvæmdarstjóri
eva@podium.is, s. 858 6301

Eva Magnúsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Podium ehf. Eva hefur umfangsmikla reynslu úr íslensku atvinnulífi af stjórnun og stefnumótun fyrirtækja, samfélagsábyrgð og samskiptamálum. Hún sat í framkvæmdastjórn Mílu til fjölda ára og gegndi jafnframt stöðu forstöðumanns samskipta og talsmanns hjá Símanum. Hún starfaði sem ráðgjafi hjá KOM og sem sjálfstætt starfandi blaðamaður auk þess að ritstýra Helgarblaði DV. Eva hefur setið fjölda námskeiða um sjálfbærni og samfélagsábyrgð þar á meðal frá Harvard Business School Online, og hefur veitt ráðgjöf, kennt og haldið fyrirlestra um málefnið. Hún er með MBA gráðu í viðskiptafræði og stjórnun frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig diplóma í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla. Að auki lauk hún B.Sc gráðu í þjóðháttafræði, leikhús- og kvikmyndafræðum frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

IMG_2125_edited.jpg

ÍSABELLA ÝR FINNSDÓTTIR

Bókhald og vefsíða
podium@podium.is

Ísabella Ýr Finnsdóttir hefur séð um bókhald og heimasíðu fyrirtækisins og tekur einnig þátt undirbúningi og viðveru á ráðstefnum og fundum. Hún tekur jafnframt þátt í ráðgjafarverkefnum um markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Ísabella er útskrifaður tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað hjá Epli við tækniaðstoð, í fatabúð með skóla og í bókhaldsdeild Mílu. Hún var yfirþjálfari yngri hópa og fimleikaþjálfari hjá Fimleikadeild Aftureldingar í Mosfellsbæ í nokkur ár og hefur mikla reynslu af viðburðastjórnun svo sem eins og sýningum og mótum sem haldin voru.

 

SAMSTARFSAÐILAR

Klappir_Logo_RGB-1-768x576.png
48379814_1772009866236913_42688910892571

​ÁBYRGAR LAUSNIR