Podium ehf. veitir stjórnendaráðgjöf sem miðar að því að styrkja stjórnendur fyrirtækja í mótun stefnu og innleiðingu hennar með sérstakri áherslu á sjálfbærni, markaðs- og samskiptamál. Áratugareynsla Podium og samstarfsaðila fyrirtækisins leggur áherslu á faglega ráðgjöf og úrlausnir í stefnumótun og innleiðingu með aðferðum breytingastjórnunar. Stefna fyrirtækja hefur áhrif á ímynd þeirra og ímynd getur jafnframt haft áhrif á tekjur. Innleiðing löggjafar um sjálfbærniupplýsingagjöf er eitt af sérsviðum Podium auk ritstjórnar á sjálfbærniskýrslum fyrirtækja. Auk þess hefur Podium leitt stefnumótun sveitarfélaga og innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
RÁÐGJÖF OG ÞJÓNUSTA
Stjórnendaráðgjöf Podium felur í sér aðstoð við greiningu á fyrirtækinu og mótun nýrrar stefnu með starfsmönnum þess. Á vinnustofum er farið yfir hlutverk og stefnu ásamt framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins.
Notast er við faglega aðferðafræði sem við höfum tileinkað okkur í störfum fyrir fyrirtæki stór og smá. Í kjölfar nýrrar stefnu skapast tækifæri á hagræðingu.
SJÁLFBÆRNI
Podium tekur að sér að aðstoða fyrirtæki við stefnumótun í sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Notaðir eru alþjóðlegir staðlar og viðmið, svo sem eins og GRI og CSRD, SFRD og EU Taxonomy. Innleiðing nýrra reglugerða og laga á vegum Evrópusambandsins eru hluti ráðgjafar Podium. Flokkunarreglugerð ESB skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja.
Fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir ýmsum valmöguleikum þegar þau eru að byggja upp ímynd sína. Ímynd er mikilvægasta eign fyrirtækja og stofnana og getur hæglega laskast vegna ytri aðstæðna. Podium veitir ráðgjöf við að móta samskiptastefnuna með því að tvinna saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatengslum og samfélagslegri ábyrgð.