SJÁLFBÆRNI

SJÁLFBÆRNI

Podium ehf. gekk í Festu, þekkingarmiðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi árið 2015. Markmið Podium er að hafa áhrif, fræða og benda á leiðir til þess að auka meðvitund um ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja í samfélaginu. Podium var eitt 104 íslenskra fyrirtækja sem skrifaði undir viljayfirlýsingu um loftlagsmál en hún var afhent á loftslagsráðstefnunni í París.

STEFNUMÓTUN

Podium tekur að sér að leiða fyrirtæki og sveitarfélög áfram í stefnumótun í sjálfbærni og samfélagsábyrgð sem tekur mið af fjárhagslegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum. Stefnumótun með hliðsjón af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna eru sérsvið Podium.

SAMFÉLAGSSKÝRSLUR

Podium tekur að sér samantekt og mælingar fyrir samfélagsskýrslur svo sem eins og kolefnisfótspor og aðferðir við kolefnisjöfnun. Notaðir eru alþjóðlegir staðlar og viðmið, svo sem eins og GRI, ISO2600, Global Compact, ESG og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

+354 858 6301

Mosfellsbær

©2020 by Podium ehf.