top of page

SJÁLFBÆRNI

SJÁLFBÆRNI

•Sjálfbær þróun: þróun sem mætir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.

•Samfélagsábyrgð (CSR): fyrirtæki, stofnanir og skipulags-­heildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið

•Samfélagsábyrgð fjárfesta – ESG:) umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnunarhættir  (e. Envirionment, Social & Governance

•Ábyrg fjárfesting / RI & SRI Ábyrgar fjárfestingar innifela fjárfestingar sem eiga það sameiginlegt að innleiða ófjárhagslega þætti inn í fjárfestingaákverðanir til betri áhættustýringar og til að stuðla að sjálfbærum langtíma árangri/arðsemi (e. return).

STEFNUMÓTUN OG GREININGAR

Podium tekur að sér að leiða fyrirtæki og sveitarfélög áfram í stefnumótun með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Tekið er mið af fjárhagslegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum. Podium aðstoðar fyrirtæki við að innleiða nýjar reglugerðir og lög frá Evrópusambandinu um sjálfbærniupplýsingagjöf.

Podium býður þjónustu á sviði sjálfbærni út frá viðmiðum um umhverfi, félagslega þætti og stjórnarhætti.

  • Stefnumótun með sjálfbærni að leiðarljósi

  • Mannauðurinn og sjálfbærni

  • Mikilvægis- og gloppugreining

  • Innleiðing sjálfbærnireglugerða

  • Sjálfbærniskýrslur með ESRS staðli

  • Innleiðing heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

LYKILREGLUGERÐIR ESB

Flest öll erum við meðvituð um loftslagsbreytingar og lesum daglega um skógarelda, flóð og tíð mannslát vegna hitabylgja. Mörgum okkar finnst viðbrögð heimsins við þessari vá alls ekki nægilega hröð. Þó er búið að vinna mikla vinnu í að aðlaga regluverkið að sjálfbærari framtíð og eru ærin verkefni framundan hjá íslenskum fyrirtækjum í að innleiða þessa löggjöf. Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið því nýjar reglur kalla á nýja staðla sem taka mun tíma að innleiða. Podium tekur að sér samantekt og mælingar fyrir sjálfbærni og samfélagsskýrslur svo sem eins og kolefnisfótspor og aðferðir við kolefnisjöfnun. Notaðir eru alþjóðlegir staðlar og viðmið, svo sem eins og GRI, ESRS, ISO2600, Global Compact, UFS og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 

Eftirfarandi lykilreglugerðir ESB eru hluti af aðgerðaráætlun sambandsins um fjármögnun sjálfbærs vaxtar:

A. EU Taxonomy – Reglugerð um flokkunarkerfi fyrir sjálfbæran rekstur fyrirtækja

B. SFDR – Reglugerð um upplýsingagjöf tengda sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu

C. CSRD – Reglur um form og efni sjálfbærniupplýsinga fyrirtækja og fjárfesta

D. EUGBS – Rammi fyrir útgáfu grænna skuldabréfa

E. EU Climate Benchmarks Regulation – Reglugerð um sjálfbær fjárhagsleg viðmið

F. UCITS, MiFID, AIFMD – breytingar á þremur tilskipunum um samþættingu sjálfbærnisjónarmiða við fjárfestingaráðgjöf og rekstur sjóða

11c2e4b51fec8d5e23ea0a718c5f08fc7ccd2640
en_news_press_releases-article_3048_5609
logo-298x240.png
download (1).png
image.png
fdc96d101b227f7ebff94c324d01a65e.png
hjolid.png
download (3).png
image.png
image.png
bottom of page