ÍMYND
SAMSKIPTAMÁL
Ímynd er mikilvægasta eign fyrirtækja og stofnana og getur hæglega laskast vegna ytri aðstæðna. Podium leiðir mótun samskiptastefnu og tvinnar saman stefnumótun í markaðsmálum, almannatenglsum og samfélagslegri ábyrgð. Einnig er veitt ráðgjöf og haldin námskeið í áfallastjórnun og upplýsingamiðlun. Það er mjög mikilvægt að fyrirtæki miðli upplýsingum úr starfsemi sinni til starfsmanna, almennings og fjölmiðla á heiðarlegan og skipulagðan hátt.
VIÐBURÐASTJÓRNUN
Fyrirtæki geta notað viðburði eins og veislur og ráðstefnur til þess að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri. Það getur verið leið fyrirtækisins til þess að láta rödd sína heyrast yfir skarkala samfélagsins. Það skiptir máli að viðburðurinn sé faglegur og vel sé haldið utan um gesti fyrirtækisins. Podium hefur skipulagt ráðstefnur eins og Strategíudaginn og Bold Strategy Summit ´19 í Hörpu.