top of page

STEFNUMÓTUN

STEFNUMIÐUÐ STJÓRNUN

Stefnumiðuð stjórnun er viðvarandi viðfangsefni hjá fyrirtækjum sem vilja ná árangri. Stefnan þarf að vera markmiðadrifin og skýr og innleiðing hennar markviss. Stjórnendaráðgjöf Podium felur í sér aðstoð við greiningu á fyrirtækinu og mótun nýrrar stefnu með starfsmönnum þess. Á vinnustofum er farið yfir hlutverk og stefnu ásamt framtíðarsýn og gildi fyrirtækisins. Lögð er áhersla á sjálfbærni í öllum þáttum stefnunnar og notast er við ýmsa sjálfbærnimælikvarða til stuðnings svo sem eins og UFS (ESG), GRI staðla og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

MÆLIKVARÐAR

Notast er við faglega aðferðafræði sem við höfum tileinkað okkur í störfum fyrir fyrirtæki stór og smá. Í kjölfar nýrrar stefnu skapast oft tækifæri á hagræðingu. Með endurskoðun á verkefnum, starfsmannastefnu, kynningar- og samskiptastefnu auk annarra umbótaverkefna er fjalla um ferla, skipulag og  markaðsmál svo fátt eitt sé nefnt. Ráðgjafar Podium og samstarfsaðilar búa að áralangri reynslu úr íslensku atvinnulífi og stjórnmálaumhverfi. Innleiðing og setning mælikvarða og aðgerðaáætlunar er að okkar mati jafn mikilvægt og  mótun stefnunnar.

BREYTINGASTJÓRNUN

Breytingar innan fyrirtækja og utan eru daglegt brauð og aðlögun er óumflýjanleg. Með aðferðum breytingarstjórnunar er mikilvægt að aðstoða starfsmenn við að skilja hvað stefnan gengur út á og hvaða hlutverki þeir gegna í heildarmyndinni. Þannig verða starfsmenn betur í stakk búnir til þess að takast á við þau verkefni sem framundan eru með samstilltu átaki. Stuðningur við breytingar meðal stjórnenda er einkennandi fyrir fyrirtæki/stofnanir sem skera sig úr varðandi árangur. Það skiptir höfuðmáli að innleiða breytingarnar á faglegan hátt og eru ýmsar faglegar lausnir notaðar. Mikilvægast fyrir fyrirtæki er árangur og er skýr stefna oft lykillinn að góðum árangri. Oft vantar ekki annað en punktinn yfir i-ið til að ná því besta út úr starfsfólkinu og fyrirtækinu. Nauðsynlegt er að skilgreina mælikvarða á þann árangur sem breytingarnar eiga að skila. Aðallega er stuðst við aðferðafræði  John P. Kotters við innleiðingu breytinga. Sjá hér 

Stefnumótun: Services
bottom of page