top of page
Search
  • Writer's pictureEva Magnúsdóttir

Podium skipulagði Rétt’upp hönd

Updated: Aug 21, 2019

Nýlega skipulagði Podium ráðstefnuna Rétt’upp hönd fyrir FKA og samstarfsaðila félagsins. Ráðstefnuna sóttu tæplega 200 manns og komu margvíslegar áhugaverðar upplýsingar fram.

Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórnum 100 stærstu fyrirtækja landsins er einungis 26%, konur eru einungis 10% forstjóra og 19% stjórnarformanna. Staðan í stjórnum er þó umtalsvert betri þar sem konur eru orðnar 40% stjórnarmanna á móti 60% körlum í 100 stærstu fyrirtækjunum. Deloitte hefur tekið saman greiningu á 100 stærstu fyrirtækjum landsins mælt í veltu og komu þessar upplýsingar meðal annars fram á ráðstefnu sem haldin var á Hótel Reykjavík Nordica í dag.

FKA stóð fyr­ir ráðstefn­unni Rétt’ upp hönd en fé­lagið hef­ur ásamt sam­starfsaðilum úr vel­ferðar-ráðuneyt­inu, Sjóvá, Deloitte, Morg­un­blaðinu og Pip­ar/​TBWA sett af stað hreyfiafls­verk­efnið Jafn­væg­is­vog­ina. Mark­mið Jafn­væg­is­vog­ar­inn­ar er að árið 2027 verði kynjahlutfall í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og opinberra aðila á Íslandi 40/​60. Tilgangurinn með Jafnvægisvoginni er að virkja íslenskt viðskiptalíf og opinbera aðila til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

32,6% konur stjórnarmenn í fyrirtækjum með fleiri en 50 starfmenn

Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn voru sett árið 2010 og tóku þau gildi árið 2013. Lögin gera ráð fyrir því að hlutfall hvors kyns í stjórnum skuli vera að minnsta kosti 40% í lok ársins 2013. Eftir lagasetningu og fram að gildistöku laganna hækkaði hlutfall kvenna í stjórnum félaga með yfir 50 starfsmenn úr 20% í 30%, þannig að með lagasetningu náðist sami árangur á 3 árum og hafði á 10 árum fyrir. Ári eftir gildistöku laganna var hlutfall kvenna orðið 33,2% í stjórnum fyrirtækja með yfir 50 starfsmenn, en hefur lækkað síðan þá um 0,6% eða niður í 32,6%. Ekki er að finna útskýringu á misjöfnum kynjahlutföllum í bakgrunnsbreytum líkt og menntun þar sem hlutfall brautskráðra nemenda úr meistara- og doktorsstigi á árunum 2000-2016  er að meðaltali um 65% konur.

Frá 22 til 26% í framkvæmdastjórnum

Fyrirfram var talið að lög um kynjakvóta myndu hafa áhrif á stöðu kvenna í framkvæmdastjórnum líka en þau hafa ekki gert það líkt og vonir stóðu til. Sem dæmi eru konur í framkvæmdastjórnum einungis 22% í skráðum félögum og 26% í 100 stærstu fyrirtækjum landsins, mælt eftir veltu. Engin kona er forstjóri hjá félagi á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Heilt yfir óháð stærð fyrirtækja þá eru konur í dag 22% af framkvæmdastjórum íslenskra fyrirtækja sk. mælaborði Deloitte. Með framkvæmdastjórum er hér átt við æðsta stjórnanda: forstjóra eða framkvæmdastjóra. Hlutfall kvenna af framkvæmdastjórum íslenskra fyrirtækja hefur þó aukist hægt og rólega frá aldamótum þegar það var ekki nema 16%.

Ekki liggja fyrir samræmdar upplýsingar um kynjahlutföll framkvæmdastjórna allra fyrirtækja á Íslandi. Mikilvægt er að safna þeim saman með skipulögðum hætti svo hægt sé að mæla með samræmdum hætti og þannig fylgjast með þróun á markmiði Jafnvægisvogarinnar.

Viljayfirlýsing

Ljóst að töluverðar breytingar þurfa að eiga sér stað til þess að yfirlýstu markmiði Jafnvægisvogar-innar verði náð. Sem liður í því vitundarátaki skrifaði Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, undir viljayfirlýsingu fyrir hönd síns ráðuneytis um að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Á sama tíma skrifuðu á milli fjörutíu og fimmtíu fyr­ir­tæki og opinberir aðilar undir viljayfirlýsingu um að beita sér fyrir auknu kynjajafn­vægi inn­an sinna vé­banda og vinna að markmiðum Jafnvægisvogar FKA næstu fimm árin. Fyrirtæki og stofnani vilja þannig sýna í verki að þau hafi áhuga á að kom­ast lengra í þess­um efn­um. Strax á næsta ári verða veittar viðurkenningar þar sem dregin eru fram í sviðljósið fyrirtæki og opinberir aðilar sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar.

Sjá nánar mælaborð jafnréttismála hér.

22 views0 comments

Comments


bottom of page