Á jafnréttisþingi sem haldið var 25. nóvember síðastliðin kom fram að hlutur kvenna sem viðmælendur fjölmiðla hefur lítið breyst frá því að málið var skoðað fyrir 15 árum. Á þinginu var kynnt ný úttekt sem nær yfir tímabilið 1. september 2014 – 31. ágúst 2015. Karlar voru um 70% viðmælenda í fréttum RÚV, Stöðvar 2 og Bylgjunnar á móti um 30% kvenna. Þessu er hægt að breyta með markvissum aðgerðum. Stjórnendur fjölmiðla bera þarna mikla ábyrgð, ábyrgð sem snýr að því að einungis karllæg sjónarmið fái að njóta sín. Konur hafa þar af leiðandi ekki jafn mikil áhrif og karlar í íslensku samfélagi.
Í fjölmiðlahópi sem starfaði á ráðstefnunni fór fram umræða sem snerist að einhverju leyti um það hversu langlíf mýtan um hina feimnu konu sem ekki þorir að koma fram í fjölmiðlum væri þegar verið er að ræða alvörumál. Samt var sagt frá listum kvenna hjá FKA og fleiri stöðum þar sem konur hafa lýst því yfir að þær væru tilbúnar til að koma fram í fjölmiðlum. Samt er staðan svona. Stjórnendur þurfa bara að ákveða að tala við jafnmargar konur og karla.
sjá nánar frétt mbl.is
Comments