top of page
Search
  • Writer's pictureEva Magnúsdóttir

FKA semur við Podium

Gengið hefur verið frá samningi við Podium ehf. um verkefnisstjórn á hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu, Jafnvægisvoginni. Markmið Jafnvægisvogarinnar er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja orðið 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi Podium mun vinna náið með Jafnvægisvogaráði. Í ráðinu sitja aðilar frá FKA, velferðarráðuneytinu, Sjóvá og Deloitte. „Ég er mjög bjartsýn á að okkur takist með sameiginlegu átaki að virkja fyrirtæki á Íslandi til þess að sinna málaflokknum enn betur. Það er alveg ljóst að við nýtum ekki mannauðinn okkar til fulls nema jafnvægi sé í ráðningum í stjórnunarstöður. ” segir Eva. „Við ætlum með verkefninu að virkja íslenskt viðskiptalíf til þess að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir. Á tímabilinu ætlum við að veita viðurkenningar og draga fram í sviðljósið fyrirtæki sem hafa náð markmiðum Jafnvægisvogarinnar. Við munum standa fyrir viðburðum og fræðslu og vekja samfélagið til hugsunar um virði fjölbreytileika og jafnvægis. Með haustinu þá verðum við búin að taka saman mælaborð jafnréttis sem birt verður og kynnt á ráðstefnu. ” segir Guðrún Ragnarsdóttir, talsmaður Jafnvægisvogarinnar.

3 views0 comments

Comments


bottom of page